Ísland sjötta besta liðið

Íslendingar fagna marki Kolbeins Sigþórssonar gegn Englendingum.
Íslendingar fagna marki Kolbeins Sigþórssonar gegn Englendingum. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Ísland er með sjötta besta liðið á Evrópumótinu í knattspyrnu samkvæmt sérfræðingi danska ríkisútvarpsins, DR.

Í umsögn um íslenska liðið segir: „Íslendingar unnu einn óvæntasta sigurinn á mótinu þegar þeir sendu Englendinga út úr keppninni. Liðið er vel samstillt og spilar varnarleikinn vel.“

Í toppsætinu á listanum eru Þjóðverjar og á eftir koma Ítalir, Frakkar, Walesverjar, Portúgalar og Íslendingar. Ríkjandi Evrópumeistarar Spánverjar eru í sjöunda sæti, Englendingar í tólfta sæti og Úkraínumenn skipa 24. og neðsta sætið.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin