Eyjamenn töpuðu í Lissabon

Eyjamenn í höllinni í Lissabon.
Eyjamenn í höllinni í Lissabon. Ljósmynd/Baldur Haraldsson

Ben­fica og ÍBV mættust í  seinni leiknum í 3. um­ferð Áskor­enda­bik­ars Evr­ópu í hand­knatt­leik karla í Lissa­bon í kvöld. Leiknum lauk með 8 marka sigri Benfica 34:26 og fara þeir áfram í 4. umferð keppninnar.

Fyrri hálfleikur var mjög jafn og mikill hraði í leiknum. ÍBV var skrefinu á undan lengst af en Benfica náðu forystunni þegar að skammt var eftir af fyrri hálfleik og leiddu með einu marki í hálfleik 17:16.

Heimamenn byrjuðu seinni hálfleik af miklum krafti og gerðu fjögur mörk í röð. Þá tóku Eyjamenn við sér og svöruðu með fjórum mörkum í röð. Hægt og rólega bættist við forskot Benfica sem kláruðu svo leikinn auðveldlega síðustu 10 mínúturnar og unnu 8 marka sigur á ÍBV 34:26.

Hjá ÍBV voru Einar Sverrisson og Andri Heimir Friðriksson með 6 mörk hvor. En hjá Benfica var Elledy Semedo markahæstur með fjögur mörk en markaskorun liðsins dreifðist vel og þrír leikmenn með fjögur mörk og þrír leikmenn þrjú mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert