Verðmiði Rémy hærri fyrir Newcastle

Framtíð Loic Rémy er í óvissu.
Framtíð Loic Rémy er í óvissu. AFP

Kaupi Newcastle franska framherjann Loic Rémy frá enska úrvalsdeildarliðinu QPR þarf félagið líklega að punga út 15 milljónum punda, en QPR hafði samþykkt tilboð upp á 8,5 milljónir frá Liverpool í kappann og var allt útlit fyrir að Rémy væri á leið til Liverpool þar til hann féll á læknisskoðun í fyrrakvöld.

Rémy er sagður hafa ákvæði í samningi sínum við QPR að QPR verði að samþykkja tilboð í hann upp á 8,5 milljónir punda frá félögum sem leika í Meistaradeild Evrópu. Þar sem Newcastle verður ekki í Meistaradeildinni í vetur er verðmiðinn fyrir Newcastle því mun hærri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert