Helmingur Skotanna í ensku B-deildinni

Darren Fletcher frá Manchester United er fyrirliði skoska liðsins.
Darren Fletcher frá Manchester United er fyrirliði skoska liðsins. AFP

Gordon Strachan, landsliðsþjálfari Skota í knattspyrnu, valdi í dag hóp sinn fyrir leiki gegn Georgíu og Póllandi í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu sem fara fram 11. og 14. október.

Athyglisvert er að nánasst helmingur skosku leikmannanna spilar í ensku B-deildinni, eða þrettán af þeim 27 mönnum sem Strachan valdi. Tíu spila í úrvalsdeildinni en aðeins þrír heima í Skotlandi og svo einn í Portúgal.

Hópurinn er annars þannig skipaður:

Gordon (Celtic), Marshall (Cardiff City), McGregor (Hull City); Berra (Ipswich Town), Forsyth (Derby County), Greer (Brighton & Hove Albion), Hanley (Blackburn Rovers), Hutton (Aston Villa), Martin (Norwich City), Reynolds (Aberdeen), Robertson (Hull City), Whittaker (Norwich City); Anya (Watford), Bannan (Crystal Palace), Brown (Celtic), Bryson (Derby County), Burke (Nottingham Forest), Dorrans (West Bromwich Albion), Fletcher (Manchester United), Gauld (Sporting), Maloney (Wigan Athletic), McArthur (Crystal Palace), Morrison (West Bromwich Albion); Fletcher (Sunderland), May (Sheffield Wednesday), Martin (Derby County), Naismith (Everton).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert