Versta tilfinning í heimi

Harry Kane við verðlaunaafhendinguna.
Harry Kane við verðlaunaafhendinguna. AFP

Harry Kane framherji Tottenhan var afar svekktur að hafa tapað gegn Chelsea í úrslitum enska deildarbikarsins og sagði tilfinninguna eftir leikinn vera þá verstu í heimi.

„Það er versta tilfinning í heimi að tapa og hún verður enn verri þegar þú tapar í úrslitaleik á Wembley. Mann verkjaði hreinlega í magann þegar Chelsea-leikmennirnir lyftu bikarnum. Þetta var svekkjandi, strákarnir lögðu allt í þetta,“ sagði Harry Kane.

„Í þessum stóru leikjum færðu ekki alltaf lukkuna með þér í lið og mér fannst Chelsea hafa hana með sér með nokkrum skotum sem á öðrum degi hefðu ekki farið inn,“ sagði Kane sem sagði stjóra sinn Mauricio Pochettino hafa sagt sínum mönnum að vera stoltir.

„Hann sagði okkur að vera stoltir. Leið okkar í úrslitaleikinn var löng, þetta er ungt lið með nýjan knattspyrnustjóra. Að ná inn í úrslitaliekinn á fyrsta tímablili er frábært,“ sagði Kane.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert