Hvað sagði Mourinho við Conte?

Stjórarnir á Stamford Bridge í dag.
Stjórarnir á Stamford Bridge í dag. AFP

José Mourinho knattspyrnustjóri Manchester United hvíslaði orðum í eyra kollega síns hjá Chelsea, Antonio Conte, eftir leik Chelsea og Manchester United á Stamford Bridge í dag.

Mourinho var spurður af fréttamönnum hvað hafi sagt við Conte en því vildi Portúgalinn ekki svara og heldur ekki Conte sem óskaði eftir því við stuðningsmenn Chelsea að klappa vel og innilega fyrir leikmönnum liðsins þegar staðan var orðin, 4:0.

Filippo Ricci blaðamaður hjá ítalska blaðinu Gazzetta dello Sport og kollegi hans Gabriele Marcotti sem starfar fyrir ESPN og Sky Italia halda því fram að Mourinho hafi sagt við Conte; „Þú byrjar ekki að espa stuðningsmennina upp í stöðunni 4:0 heldur í stöðunni 1:0. Þetta er niðurlægjandi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert