Sturridge ekki sami maður og hann var

Daniel Sturridge, leikmaður Liverpool, í baráttunni í leik liðsins gegn …
Daniel Sturridge, leikmaður Liverpool, í baráttunni í leik liðsins gegn Newcastle United í dag. AFP

Daniel Sturridge er ekki sami leikmaður og hann var þegar hann lék við hlið Luis Suárez hjá Liverpool að mati Jamie Carragher, sparkspekings hjá Skysports.

Sturridge skoraði 24 mörk í öllum keppnum keppnistímabilið 203/2014, en síðan þá hefur hann einungis 27 sinnum verið í byrjunarliði Liverpool í síðustu 120 deildarleikjum liðsins. Sturridge hefur eingöngu skorað þrjú mörk fyrir Liverpool á þessu almanaksári og Carragher hefur þungar áhyggjur af þróuninni á ferli enska landsliðsframherjans. 

„Þegar við ræðum um Sturridge leiðum við ávallt hugann að því þegar hann lék með Luis Suárez í framlínu Liverpool. Sturridge og Suárez voru baneitrað framherjapar. Við verðum að ég held að fara að átta okkur á því að við munum ekki sjá þá frammistöðu aftur á vellinum hjá Sturridge,“ sagði Carragher í sjónvarpsþætti á Skysports í kvöld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert