Eiður Smári: Var nú aldeilis tímabært

„Jákvæðu fréttirnar fyrir Manchester United eru þær að Rasmus Höjlund er kominn á smá skrið,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen í Vellinum á Símanum Sport þegar rætt var um Manchester United.

Danski framherjinn hefur nú skorað í fimm deildarleikjum í röð eftir að hafa farið rólega af stað með félaginu en hann gekk til liðs við United frá Atalanta síðasta sumar fyrir 64 milljónir punda.

„Hann er með fimm mörk í fimm leikjum, sem var nú aldeilis tímabært, því Manchester United á engan annan framherja,“ sagði Eiður Smári.

„Hann hefur fengið frið og tíma til að aðlagast og loksins erum við farin að sjá vott af því af hverju United keypti hann,“ sagði Eiður Smári meðal annars en umræðuna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert