Landsleikir reynst leikmanni Liverpool erfiðir

Andy Robertson.
Andy Robertson. AFP/Paul Ellis

Landsliðsverkefni með skoska landsliðinu í fótbolta hafa reynst Liverpool-manninum Andrew Robertson erfið en hann meiddist aftur í tapi gegn Norður-Írlandi, 1:0, í Glasgow í gær. 

Skotinn þurfti að fara af velli eftir 37 mínútna leik eftir meiðsli á ökkla. Ekki er ljóst hversu alvarleg meiðslin eru en það kemur í ljós á næstu dögum.

Robertson fór úr axlarlið í leik með skoska landsliðinu í október eftir samstuð við Unai Símon, markvörð Spánar. 

Var hann frá í þrjá mánuði eftir það en sneri aftur í janúar. 

Liverpool er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar með jafnmörg stig og topplið Arsenal. Fyrri meiðsli Robertson höfðu ekki mikil áhrif á Liverpool-liðið en Joe Gomez og Kostas Tsimikas stigu upp í fjarveru hans. 

Nú eru leikirnir þó mun fleiri en Liverpool mætir Atalanta í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert