Áfrýja stigafrádrættinum

Everton berst fyrir lífi sínu í ensku úrvalsdeildinni.
Everton berst fyrir lífi sínu í ensku úrvalsdeildinni. AFP/Andy Buchanan

Enska knattspyrnufélagið Everton hefur áfrýjað úrskurðinum um að draga tvö stig til viðbótar af liðinu í ensku úrvalsdeildinni, en það var gert síðasta mánudag.

BBC Radio Merseyside skýrði frá þessu núna um hádegið.

Samtals hafa því verið dregin átta stig af Everton á þessu tímabili, fyrir að brjóta reglur deildarinnar um fjárhagslega háttvísi. Það þýðir að liðið er í erfiðri fallbaráttu og situr nú í sextánda sæti af tuttugu liðum deildarinnar, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert