Vann þrátt fyrir árekstur og refsingu

Max Verstappen eftir sigurinn í Las Vegas.
Max Verstappen eftir sigurinn í Las Vegas. AFP/ Mark Thompson

Hollensku ökuþórinn Max Verstappen fagnaði sigri í Formúlu 1 kappakstri í Las Vegas í morgun eftir spennandi keppni. 

Charles Leclerc á Ferrari byrjaði á ráspól en Hollendingurinn var á eftir honum í Red Bull. 

Verstappen þurfti að taka úr fimm sekúndna refsingu þegar hann tók ólöglega fram úr og varð til þess að Leclerc þurfti að keyra út af. Hann tók refsinguna út í fyrsta þjónustuhnénu hans en á þeim tíma kom út öryggisbíll sem var heppilegt fyrir hann og á nýjum dekkjum náði Verstappen að taka fram úr Leclerc þegar 13 hringir voru eftir.

Einnig lenti Verstappen í árekstri við George Russel á Mercedes en Russel var refsað fyrir það atvik.

Á lokahringnum var Verstappen í fyrsta og liðsfélagi hans Sergio Perez í öðru en Charles Leclerc tók fram úr honum og lenti í öðru sæti. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert