Poulsen til liðs við FCK

Christian Poulsen kom til LIverpool frá Juventus árið 2010 og …
Christian Poulsen kom til LIverpool frá Juventus árið 2010 og er hér með þáverandi stjóra, Roy Hodgson. liverpoolfc.tv

Danski knattspyrnumaðurinn Christian Poulsen, sem áður lék m.a. með Liverpool og Juventus, er á heimleið og er genginn til liðs við sitt gamla félag FC Köbenhavn, þar sem hann verður m.a. liðsfélagi Rúriks Gíslasonar.

Poulsen, sem er 34 ára miðjumaður, er einn af reyndustu knattspyrnumönnum Dana í dag. Hann lék  með Holbæk og síðan FC Köbenhavn til 2002 en síðan með Schalke, Sevilla, Juventus, Liverpool, franska liðinu Evian og nú síðast með Ajax í Hollandi undanfarin tvö keppnistímabil.

Poulsen lék 92 landsleiki fyrir Dani á árunum 2001 til 2012 en dró sig í hlé frá landsliðinu fyrir tveimur árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert