Schweinsteiger snýr aftur

Bastian Schweinsteiger smellir kossi á Lukas Podolski eftir að Þýskaland …
Bastian Schweinsteiger smellir kossi á Lukas Podolski eftir að Þýskaland varð heimsmeistari í sumar. Síðan þá hefur Schweinsteiger ekki spilað leik. AFP

Bastian Schweinsteiger gæti átt eftir að spila sinn fyrsta leik á þessu tímabili þegar Bayern München mætir Hoffenheim á morgun í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu.

Schweinsteiger hefur ekki spilað leik síðan að hann tók við heimsmeistarabikarnum í Brasilíu í júlí en hann átti við ökklameiðsli að stríða og meiddist svo einnig í hné.

„Bastian er í hópnum og er klár í slaginn. Það eru góðar fréttir,“ sagði Pepe Guardiola, þjálfari Bayern, sem þarf hins vegar að vera án fyrirliðans Philipp Lahm næstu þrjá mánuðina vegna ökklameiðsla.

„Þetta er erfitt fyrir okkur en við erum með ofurleikmannahóp, sérstaklega á miðjunni,“ sagði Guardiola.

Eftir leikinn við Hoffenheim eiga þýsku meistararnir fyrir höndum leik við Manchester City í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöld, en Bayern hefur þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert