Fimmtán bestu miðjumennirnir

Cesc Fabregas og Eden Hazard frá Chelsea eru á meðal …
Cesc Fabregas og Eden Hazard frá Chelsea eru á meðal 15 bestu. AFP

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, og heimssamtök atvinnuknattspyrnumanna, FIFPro, tilkynntu rétt í þessu þá 15 miðjumenn sem koma til greina í valinu á liði ársins 2014.

Áður höfðu verið tilkynntir fimm markverðir og 20 varnarmenn en miðjumennirnir eru eftirtaldir:

Xabi Alonso (Spánn / Bayern München)
Ángel Di María (Argentína / Manchester United)
Cesc Fabregas (Spánn / Chelsea)
Eden Hazard (Belgía / Chelsea)
Xavi Hernández (Spánn / Barcelona)
Andrés Iniesta (Spánn / Barcelona)
Toni Kroos (Þýskaland / Real Madrid)
Luka Modric (Króatía / Real Madrid)
Mesut Özil (Þýskaland / Arsenal)
Andrea Pirlo (Ítalía / Juventus)
Paul Pogba (Frakkland / Juventus)
James Rodriguez (Kólumbía / Real Madrid);
Bastian Schweinsteiger (Þýskaland  / Bayern München)
Yaya Touré (Fílabeinsströndin / Manchester City)
Arturo Vidal (Síle / Juventus)

Þrír af þessum leikmönnum verða síðan í úrvalsliði ársins 2014 sem verður tilkynnt um leið og Gullknötturinn, Ballon d'Or, verður afhentur í janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert