Mikil mistök að kalla þjálfarann hommatitt

Serge Aurier hefur beðist afsökunar á ummælum sínum.
Serge Aurier hefur beðist afsökunar á ummælum sínum. AFP

„Ég gerði hræðileg mistök og vil biðjast afsökunar. Ég vil segja fyrirgefðu við þjálfarann, félagið, samherja mína og stuðningsmenn,“ sagði varnarmaðurinn Ser­ge Aurier en hann kallaði kallaði Laurent Blanc, knattspyrnustjóra sinn hjá PSG, meðal ann­ars homm­a­titt (e. faggot), í mynd­skeiði á Per­iscope.

Blanc sagðist í gær vera ákaflega vonsvikinn með ummælin sem Aurier lét falla. „Ég lagði mig fram við að fá hann til Par­ís­ar og þetta eru þakk­irn­ar sem maður fær. Þetta er aumk­un­ar­vert,“ sagði Blanc og ít­rekaði að Aurier yrði refsað. Bakvörður­inn hef­ur átt fast sæti í liði PSG á leiktíðinni.

„Ég vil sérstaklega biðja þjálfarann afsökunar en ég get bara þakkað honum fyrir allt sem hann hefur gert fyrir mig. Ég mun samþykkja þá refsingu sem félagið ákveður en mistökin voru óafsakanleg og ég mun taka afleiðingunum,“ bætti Aurier við.

Aurier hefur verið settur í ótímabundið bann og verður ekki í leikmannahópi PSG sem tekur á móti Chelsea í kvöld. Leikurinn er fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Fyrri fréttir mbl.is um málið:

Aumkunarvert og honum verður refsað

Í bann eftir að kalla Blanc homma 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert