Hannes fékk á sig sigurmark á ögurstundu

Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hannes Þór Halldórsson var á milli stanganna í marki Bodö/Glimt sem tapaði fyrir Haugesund á heimavelli sínum í miklum markaleik, 4:3, í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Staðan í hálfleik var 2:2 eftir að liðin skiptust á að skora. Hannes og félagar komust svo yfir eftir klukkutímaleik, en Haugasund jafnaði metin rúmum tíu mínútum fyrir lok leiksins. Allt stefndi því í jafntefli en á annarri mínútu uppbótartíma mátti Hannes hirða boltann úr neti sínu þegar Haugesund skoraði sigurmarkið, lokatölur 4:3.

Hannes og félagar eru með sjö stig eftir sex leiki en voru fyrir leikinn jafnir Haugesund að stigum.

Þá spilaði Björn Daníel Sverrisson allan leikinn fyrir Viking sem sömuleiðis tapaði á dramatískan hátt fyrir Brann á heimavelli sínum, 1:0. Sigurmark Brann var skorað á fjórðu mínútu uppbótartíma. Viking er með tíu stig eftir fimm leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert