Markahæstur og bestur

Ljósmynd/achorsens.dk

Kjartan Henry Finnbogason varð markahæsti leikmaður dönsku B-deildarinnar í knattspyrnu á tímabilinu sem lauk um helgina en hann skoraði 18 mörk fyrir Horsens.

Kjartan lék ekki með liðinu í lokaumferðinni, þegar það tapaði 5:1 fyrir Næstved, en hann tábrotnaði á dögunum. Það kom ekki að sök því Kjartan gerði þremur mörkum meira en næsti maður, Brent McGrath, sem gerði 15 mörk fyrir Fredericia.

Um helgina var Kjartan síðan útnefndur besti leikmaður Horsens á tímabilinu.

Kjartan samdi á dögunum á ný til tveggja ára við Horsens og leikur með liðinu í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Liðið hafnaði í þriðja  sæti og fór upp ásamt Lyngby og Silkeborg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert