Leiðir Rodgers og Toure liggja aftur saman

Kolo Touré í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í ár.
Kolo Touré í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í ár. Skapti Hallgrímsson

Varnarjaxlinn Kolo Toure er genginn til liðs við skoska liðið Celtic frá Liverpool. Toure skrifaði í dag undir eins árs samning við félagið.

Brendan Rodgers er nýráðinn knattspyrnustjóri Celtic og fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool. Hann stjórnaði enska úrvalsdeildarliðinu á árunum 2012 til 2015 og fékk Toure til liðs við félagið árið 2013. 

Hinn 35 ára gamli Kolo Toure hefur víðtæka reynslu úr ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur spilað fyrir Arsenal, Manchester City og Liverpool. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert