Stjórinn ætlar ekki að yfirgefa Tottenham

Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham.
Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham. AFP

Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham, hafnaði í morgun orðrómi þess efnis að hann tæki við þjálfun argentínska landsliðsins í knattspyrnu.

Gerardo Martino hætti sem landsliðsþjálfari í síðasta mánuði og hafa Pochettino og Diego Simeone verið orðaðir við starfið. Pochettino segist þó ekki á förum frá Tottenham en vangavelturnar séu eðlilegar.

„Ég tel að vangavelturnar séu eðlilegar vegna þess að ég er Argentínumaður og stýri einu af bestu liðunum á Englandi,“ sagði Pochettino á blaðamannafundi í morgun.

„Mikið af orðrómum og sögusögnum birtist í fjölmiðlum en ég er ánægður hjá Tottenham. Þess vegna er þetta ekki rétti tíminn til að taka við landsliðinu,“ bætti Pochettino við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert