Þjálfararnir hika ekki við að öskra upp í eyrað á þér

Sara Björk Gunnarsdóttir (t.h.) í leik gegn Möltu.
Sara Björk Gunnarsdóttir (t.h.) í leik gegn Möltu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir flutti sig um set í sumar. Eftir fimm ár í Svíþjóð í Malmö skrifaði Sara undir tveggja ára samning við þýska stórliðið Wolfsburg. Liðið hafnaði í öðru sæti bæði í þýsku deildinni og einnig Meistaradeild Evrópu á síðasta keppnistímabili.

Sara, sem varð í 19. sæti á lista yfir bestu knattspyrnukonur Evrópu á tímabilinu 2015-2016, segir að sér lítist vel á aðstæður en keppni í þýsku deildinni hefst eftir viku.

„Þetta er allt mjög fagmannlegt. Hópurinn er tiltölulega nýkominn allur saman en það voru níu leikmenn á Ólympíuleikunum. Við erum með 25 manna hóp, sem er ólíkt því sem ég hef vanist þar sem við höfum haft 11-14 leikmenn í fínu standi,“ sagði Sara þegar Morgunblaðið ræddi við hana eftir æfingu hjá Wolfsburg í gær.

Vill mikla samkeppni

Hún býst við harðri samkeppni um sæti í byrjunarliðinu enda segir stærð leikmannahópsins allt sem segja þarf um samkeppnina sem væntanleg er. „Ég hugsa að mér verði spilað sem sexu á miðjunni og það eru fjórir leikmenn í þeirri stöðu. Það er því mikil samkeppni og þetta eru allt gæðaleikmenn. Það er ástæðan fyrir því að ég kom hingað. Ég vil fá mikla samkeppni, ég vil að þetta sé krefjandi og þetta er búið að standa undir því. Við höfum æft eins og brjálæðingar á undirbúningstímabilinu. Reyndar er undirbúningstímabilið búið að vera mjög stutt miðað við það sem ég er vön. Í Svíþjóð voru þetta þrír mánuðir en hér eru það sex vikur. Hér er æft mjög vel í sex vikur og það er mjög erfitt. Síðan byrjar tímabilið og þá verður það aðeins minna,“ segir Sara í viðtali í Morgunblaðinu í dag.

Sjá viðtal við Söru í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert