„Vildu margir láta reka mig“

Ólafur Helgi Kristjánsson.
Ólafur Helgi Kristjánsson. Ljósmynd/www.randersfc.dk

„Í samanburði við síðustu leiki er það risastórt skref fram á við fyrir okkur að fá stig. Ég er ótrúlega stoltur af leikmönnunum. Þeir spiluðu vel og börðust,“ sagði Ólafur Kristjánsson, knattspyrnusþjálfari Randers, við BT eftir 1:1 jafntefli liðsins við AGF í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi.

Hannes Þór Halldórsson stóð á milli stanganna hjá Randers sem missti af sigrinum á lokamínútunni er liðið fékk dæmda á sig vítaspyrnu. Hannes Þór var grátlega nálægt því að verja boltann sem fór af fæti hans og inn.

Randers hafði tapað sjö leikjum í röð í deildinni og var því grátlega nálægt því að ná sigrinum. Ólafur er að sjálfsögðu meðvitaður um það.

„Eftir tapið á móti Silkeborg í síðustu viku vildu margir láta reka mig. Ég tel að leikmennirnir ásamt sjálfum mér hafi sýnt á móti AGF (í gær) að við eigum enn mikla orku inni og að rétta hugarfarið sé til staðar,“ sagði Ólafur.

Randers hefur 33 stig í 6. sæti deildarinnar og fór upp fyrir Nordsjælland í 7. sæti en efstu sex sætin veita þátttökurétt í úrslitakeppninni um danska meistaratitilinn og skilar liðunum sem þangað fara töluvert meiri tekjum heldur en fallbaráttudeild neðstu átta liðanna.

Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert