Allt hrundi við brotthvarf Dagnýjar

Dagný Brynjarsdóttir með boltann í leiknum gegn Sviss á EM.
Dagný Brynjarsdóttir með boltann í leiknum gegn Sviss á EM. AFP

Dagný Brynjarsdóttir og lið hennar Portland Thorns tapaði í nótt fyrir Kansas City, 2:1, í bandarísku MLS-deildinni í knattspyrnu.

Portland komst yfir á 44. mínútu með marki Amandine Henry úr vítaspyrnu. Dagný var í byrjunarliði Portland en fór af velli á 63. mínútu og eftir það er óhætt að segja að leikur liðsins hafi hrunið.

Kansas jafnaði metin aðeins tveimur mínútum eftir að Dagný fór af velli og skoraði svo sigurmarkið fjórum mínútum síðar, á 69. mínútu.

Portland er í öðru sæti deildarinnar með 31 stig eftir 18 leiki, fimm stigum á eftir toppliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert