Elísabet efnilegust í Danmörku

Elísabet Einarsdóttir og Berglind Gígja Jónsdóttir í leik í dönsku …
Elísabet Einarsdóttir og Berglind Gígja Jónsdóttir í leik í dönsku úrvalsdeildinni þar sem þær hafa staðið sig vel.

Elísabet Einarsdóttir var um helgina valin efnilegasti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar í strandblaki í sumar, að loknu síðasta móti sumarsins um helgina.

Elísabet sem er 15 ára hefur dvalið við æfingar og keppni stóran hluta sumars í Danmörku ásamt Berglindi Gígju Jónsdóttur. Verðlaunin eru mikil viðurkenning fyrir Elísabetu, en þau fær sá leikmaður sem tekur mestum framförum á hverju ári.

Strandblaksumarið klárast svo formlega seinni part mánaðar þegar A-landslið Íslands keppa í 2. umferð undankeppni Ólympíuleikanna 2016. Það mót fer fram í Óðinsvéum í Danmörku og mynda Berglind og Elísabet annað kvennaparið í íslenska landsliðinu á því móti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert