Hnéskelin fór úr lið hjá Hörpu

Harpa var augljóslega kvalin.
Harpa var augljóslega kvalin. mbl.is/Eva Björk

Þátttakan á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum fékk leiðinlegan endi hjá Hörpu Guðrúnu Hreinsdóttur í Laugardalshöllinni í dag. Eftir að hafa hjálpað blandaða liði Íslands að komast í úrslit á laugardaginn meiddist hún illa á hné í síðasta stökki sínu. 

Íslenska liðið var að ljúka við æfingar sínar á síðasta áhaldinu, dýnustökki. Harpa var í sínu síðasta stökki og lenti augljóslega illa enda var hún greinilega kvalin. Harpa bar borin út af á sjúkrabörum. 

Samkvæmt heimildum mbl.is fór hnéskelin úr lið og var hún sett aftur í liðinn á staðnum. Ekki er ljóst hvort eitthvað annað hafi komið fyrir í hnénu eins og krossband, liðböndin eða liðþófann en ekkert bendir sérstaklega til þess. 

Blandað lið Íslands hafnaði í 4. sæti í forkeppninni í dag og keppir í úrslitum á laugardaginn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert