Ásdís þrefaldur Íslandsmeistari

Ásdís Hjálmsdóttir í spjótkastinu á Þórsvellinum í gær.
Ásdís Hjálmsdóttir í spjótkastinu á Þórsvellinum í gær. Ljósmynd/Páll Jóhannesson

Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni varð þrefaldur Íslandsmeistari í frjálsíþróttum í dag en hún keppti í þremur greinum á Meistaramótinu á Þórsvellinum á Akureyri um helgina og vann þær allar.

Í gær sigraði Ásdís í aðalgrein sinni, spjótkastinu, og kastaði 55,60 metra. Í dag vann hún kringlukastið og kastaði þar 48,96 metra, og þrennunni náði Ásdís rétt í þessu þegar hún sigraði í kúluvarpi kvenna, þar sem hún kastaði 16,07 metra og setti mótsmet.

Ásdís er í lokaundirbúningi sínum fyrir Ólympíuleikana í Ríó þar sem hún er á meðal keppenda í spjótkasti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert