Eyþóra efnilegasti íþróttamaður Hollands

Eyþóra Elísabet Þórsdóttir sýnir listir sínar á Ólympíuleikunum í Ríó …
Eyþóra Elísabet Þórsdóttir sýnir listir sínar á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar. AFP

Fimleikakonan Eyþóra Elísabet Þórsdóttir var í gær valin bjartasta vonin eða efnilegasti íþróttamaður Hollands árið 2016 á uppskeruhátíð hollenska íþróttasambandsins. Eyþóra, sem er 18 ára gömul og dóttir íslenskra hjóna en fæddist í Hollandi, náði á Ólympíuleikunum í sumar besta árangri hollenskrar fimleikakonu frá upphafi. Hún hafnaði í 9. sæti í fjölþrautarkeppni sem um leið var næstbesti árangur evrópskrar konu í keppninni í fjölþraut.

Eyþór fór einnig fyrir hollensku sveitinni sem hafnaði í 7. sæti í sveitakeppni Ólympíuleikanna sem er einnig besti árangur hollenskrar kvennasveitar í fimleikakeppni Ólympíuleika.

Eyþóra er nú um stundir fremsta fimleikakona Hollands. Með valinu á uppskeruhátíðinni í gær er ljóst að gerðar verða enn meiri kröfur til hennar á næstu árum.

Sérstök valnefnd á vegum hollenska íþróttasambandsins stóð að valinu á efnilegasta íþróttamanni landsins samhliða vali á íþróttakarli og íþróttakonu ársins. Einnig voru veittar fleiri viðurkenningar. Meðal þeirra sem sátu í valnefndinni að þessu sinni voru knattspyrnuþjálfarinn Guus Hiddink og sundkappinn Pieter van den Hoogenband.

Eyþóra Elísabet Þórsdóttir á íslenska foreldra og talar skýra íslensku …
Eyþóra Elísabet Þórsdóttir á íslenska foreldra og talar skýra íslensku en hefur alltaf búið í Hollandi. Ljósmynd/Eythora Thorsdottir Fanpage á FB
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert