Bronsverðlaun eftir oddahrinu

Kvennalandsliðið í blaki á Smáþjóðaleikunum.
Kvennalandsliðið í blaki á Smáþjóðaleikunum. Ljósmynd/ÍSÍ

Íslenska kvennalandsliðið í blaki spilaði sinn síðasta leik á Smáþjóðaleikunum í San Marínó í dag og vann þá Liechtenstein í hörkuleik, 3:2. Þetta var þriðji sigur liðsins á mótinu og tryggði Ísland sér bronsverðlaun með sigrinum. 

Ísland vann fyrstu hrinuna 25:11, en tapaði þeirri næstu 25:23. Íslenska liðið komst yfir á ný með sigri í þriðju hrinu 25:20, en aftur jafnaði Liechtenstein 25:17 og tryggði oddahrinu. Í henni var íslenska liðið hins vegar sterkara, vann 15:11 og leikinn 3:2.

Kvenna landsliðið hafnaði í fjórða sæti eftir að hafa unnið þrjá af fimm leikjum sínum. Ísland vann einnig gegn San Marínó og Möltu fyrr á mótinu. Íslenska liðið lenti í oddahrinu tvo daga í röð en liðið tapaði 2:3 fyrir Lúxemborg í gær eftir að hafa verið 2:0 yfir og 24:21 yfir í fjórðu hrinu sem tapaðist 27:29. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert