Skipta númerin máli?

Jón Gísli Eyland Gíslason og Örvar Logi Örvarsson eru með …
Jón Gísli Eyland Gíslason og Örvar Logi Örvarsson eru með númerin á hárréttum stöðum en þau mættu vera líka á treyjunum. mbl.is/Eyþór Árnason

Númer á keppnisbúningum íþróttafólks skipta máli. Þau skipta reyndar oft miklu máli.

Megintilgangur þess að iþróttafólk ber númer á búningum sínum í keppni er sá að það þekkist örugglega á vellinum, þannig að allt skýrsluhald í viðkomandi íþrótt sé mögulegt.

Við sem vinnum á fjölmiðlunum finnum vel hversu miklu máli þetta skiptir. Á þessum fjölmiðli er þetta lykilatriði til þess að myndasafnið sem Morgunblaðið og mbl.is byggja á sé eins áreiðanlegt og mögulegt er.

Í mörgum íþróttagreinum er þetta í góðu lagi. Stórt númer á baki og minni númer á brjósti og á stuttbuxum. Í frjálsum er t.d. stórt númer að framanverðu.

Fótboltinn er erfiðastur. Þar eru enn mörg félög sem átta sig ekki á mikilvægi þess að númerin sjáist vel og frá fleiri en einu sjónarhorni.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert