Aron fékk snjókallinn

Aron Snær Júlíusson á Jaðarsvelli í gær.
Aron Snær Júlíusson á Jaðarsvelli í gær. Ljósmynd/GSÍ

Aron Snær Júlíusson úr GKG sem efstur var að loknum fyrsta hring á Íslandsmótinu í golfi fékk snjókallinn alræmda á skortortið sitt á 2. braut á Jaðarsvelli í dag. 

2. brautin er par 5 og þykir ekki erfið í hægviðri eins og nú er en Aroni voru eitthvað mislagðar hendur og fór hann brautina á 8 höggum. 

Aron er búinn að leika sex holur í dag og hefur hrapað niður listann en hann setti vallarmet í gær þegar hann lék á 67 höggum, fjórum undir pari. 

Nokkrir kylfingar hafa byrjað vel í dag og sérstaklega byrjaði Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR með látum. Hann fékk fugla á fyrstu þrjár holurnar og er nú samtals á tveimur undir pari. 

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er efstur á þremur undir pari samtals. Hann hefur fengið tvö pör og einn fugl í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert