Axel tekur forystuna

Axel Bóasson á Jaðarsvelli um helgina.
Axel Bóasson á Jaðarsvelli um helgina. Ljósmynd/GSÍ

Allir ráshópar eru komnir af stað á lokadegi Íslandsmótsins í golfi á Jaðarsvelli á Akureyri. Axel Bóasson úr Keili er einn í efsta sæti í karlaflokki sem stendur og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni í kvennaflokki.

Axel er á átta undir pari samtals og hefur fengið tvo fugla og tvö pör í dag. Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR fékk skolla á 3. holuna sem er par 5 eftir að hafa fengið fugl á 2. holu. Guðmundur og Bjarki Pétursson GB eru höggi á eftir Axel. 

Haraldur Franklin Magnús GR heldur áfram góðri spilamennsku frá því í gær og er tvö högg undir pari í dag og samtals sex undir. Hann er jafn Aroni Snæ Júlíussyni GKG og Andra Má Óskarsson GHR. Þá er Rúnar Arnórsson þrjú högg undir pari og samtals fimm undir. 

Valdís og Ólafía Þórunn hafa einungis leikið tvær holur og fengu báðar par og fugl. Valdís er átta undir pari og Ólafía sjö. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert