Ásbjörn: Eins og boltinn væri „heitur“

Ásbjörn Friðriksson segir að heilt yfir hafi leikur FH verið ágætur en þó hafi komið tveir slæmir kaflar þar sem engu var líkara en boltinn væri „heitur“ og menn misst hann klaufalega frá sér með þeim afleiðingum að Akureyringar hafi fengið hraðaupphlaup og í bæði skiptin komist inn í leikinn á nýjan leik. 

„Við verðum að skoða aðeins hvað við vorum að gera á þessum köflum í leiknum áður en að viðureigninni á sunnudaginn kemur," segir Ásbjörn sem er Akureyringur að upplagi en hefur síðustu  árin leikið með FH.

„Ég hefði ekkert á móti því að taka móti bikarnum fyrir norðan á sunnudaginn. Auðvitað stefnum við á sigur. Við förum í alla leiki til þess að vinna þá," segir Ásbjörn Friðriksson, leikstjórnandi FH og markahæsti leikmaður liðsins í kvöld með átta mörk.

Glaðbeittir leikmenn FH í leikslok í kvöld eftir sigur á …
Glaðbeittir leikmenn FH í leikslok í kvöld eftir sigur á Akureyri. Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert