Mikilvægt að hafa þjálfara sem leyfir mistök

Árni Steinn Steinþórsson er leikmaður Olísdeildarinnar í ár að mati …
Árni Steinn Steinþórsson er leikmaður Olísdeildarinnar í ár að mati íþróttafréttamanna Morgunblaðsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Þetta er skemmtileg og góð viðurkenning sem ég er ánægður með,“ sagði Árni Steinn Steinþórsson, leikmaður deildarmeistara Hauka, sem hefur verið valinn leikmaður Olís-deildar karla í handknattleik af íþróttadeild Morgunblaðsins og mbl.is.

Árni Steinn hefur leikið afar vel með Haukum á keppnistímabilinu. Framfarir hans hafa verið miklar, ekki aðeins í vetur, heldur á síðustu árum.

Árni Steinn var valinn í íslenska landsliðið í októberlok í fyrsta skipti og svaraði því kalli með því að leggja harðar að sér við æfingar og keppni. Hann er því vel að útnefningunni kominn að mati Morgunblaðisins.

Sjá viðtal við Árna Stein Steinþórsson í heild og umfjöllun um lið ársins í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert