Ekki slegið slöku við

Aron Kristjánsson í hita leiksins.
Aron Kristjánsson í hita leiksins.

Þrátt fyrir að íslenska landsliðið í handknattleik karla taki ekki þátt í heimsmeistaramótinu í handknattleik í Katar í janúar ætla Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í íslenska landsliðinu ekki að sitja með hendur í skauti.

Aron sagði í samtali við Morgunblaðið nóg yrði um leiki. „Það má ekki slá slöku við þótt við verðum ekki með á HM,“ sagði Aron.

Nýbakaður landsliðsþjálfari Þjóðverja, Dagur Sigurðsson, mætir með landslið sitt hingað til lands í janúar í undanfara HM og leikur tvo vináttulandsleiki við íslenska landsliðið. Þjóðverjum var einmitt úthlutað umdeildu keppnisleyfi á HM eftir að Alþjóðahandknattleikssambandið ákvað að afturkalla keppnisrétt Ástralíu í sumar. „Eftir þetta fer ég með landsliðið á mót í Danmörku og annað í Noregi,“ sagði Aron.

Áður en að þessum verkefnum kemur kemur karlalandsliðið saman í lok næst mánaðar því þá hefst undankeppni EM 2016. Íslenska landsliðið mætir ísraelska landsliðinu í Laugardalshöll miðvikudaginn 29. október og leikur á útivelli við landslið Svartfjallalands sunnudaginn 2. nóvember.

Æfingabúðir í Svíþjóð

Kvennalandsliðið í handknattleik tekur þátt í forkeppni að undankeppni HM í lok nóvember og í byrjun desember. Leikið verður við Makedóníu og Ítalíu heima og að heiman. Til þess að búa landsliðið undir þá leiki hefur stefnan verið sett á æfingabúðir í Svíþjóð 6.-12. október þar sem m.a. verða leiknir tveir leikir við landslið heimakvenna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert