„Veit ekki hvað við vorum oft útaf“

„Þetta var lélegt af okkar hálfu fannst mér. Það var engin vörn og engin markvarsla hjá okkur í fyrri hálfleik þar sem þeir skora einhver átján mörk og þar köstuðum við leiknum frá okkur,“ sagði Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH, í samtali við mbl.is eftir tveggja marka tap liðsins gegn ÍR, 29:27, í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld.

FH-ingar virtust mjög pirraðir í leiknum og voru duglegir að láta reka sig af velli, en Ásbjörn var þó ekki ósáttur við dómara leiksins.

„Kannski bara ósáttur við okkur að bregðast ekki betur við. Maður er alltof æstur á vellinum til að meta hvort eitthvað séu tvær mínútur. Ég veit ekki hvað við vorum oft útaf í þessum leik, hvort sem það var sanngjarnt eða ekki,“ sagði Ásbjörn, en nánar er rætt við hann í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert