Frestað í Eyjum þar sem ÍBV komst ekki

Eyjastúlkur komust ekki til Eyja til að spila.
Eyjastúlkur komust ekki til Eyja til að spila. mbl.is/Kristinn

Vegna veðurs gengur stundum brösuglega fyrir íþróttafólk í Eyjum að komast upp á land til að keppa. Það er hins vegar óvenujulegra að leik sé frestað í Eyjum vegna þess að ÍBV kemst ekki til Eyja.

Þetta gerðist þó núna um helgina því kvennalið ÍBV lék í gær við Val í Olísdeild kvenna og í dag átti þriðji flokkur kvenna að leika bikarleik við Fjölni. Grafarvogsliðið fór með Herjólfi til Eyja í gær og var það síðasta ferð skipsins því eftir það var orðið ófært og því komst kvennalið ÍBV ekki út.

Leikurinn átti að vera í dag kl. 11:00 en honum varð að fresta þar sem heimamenn voru veðurtepptir uppi á landi, en gestirnir úr Grafarvoginum voru hins vegar mættir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert