Ljónin á toppinn á ný

Alexander Petersson og félagar eru á toppnum.
Alexander Petersson og félagar eru á toppnum. EPA

Rhein-Neckar Löwen endurheimti toppsæti þýsku 1. deildarinnar í handknattleik eftir sigur á Gummersbach, 29:24, á heimavelli sínum í dag.

Löwen var með tök á leiknum allan tímann og var yfir í hálfleik, 17:11, en uppskar að lokum fimm marka sigur. Alexander Petersson skoraði tvö mörk fyrir Löwen en Stefán Rafn Sigurmannsson komst ekki á blað. Gunnar Steinn Jónsson skoraði þrjú mörk fyrir Gummersbach.

Rhein-Neckar Löwen er nú eitt á toppnum með 50 stig, tveimur stigum á undan Kiel sem er í öðru sæti en á leik til góða. Gummersbach er í níunda sætinu með 27 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert