ÍR-ingar stóðu í Haukum

Maria Pereira var markahæst Hauka í dag gegn ÍR.
Maria Pereira var markahæst Hauka í dag gegn ÍR. mbl.is/Eva Björk

Haukar gefa ekkert eftir í toppbaráttu Olís-deildar kvenna í handknattleik.  Liðið er aðeins einu stigi á eftir Íslandsmeisturum Gróttu eftir að hafa unnið ÍR, 35:28, í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í dag. ÍR-ingar veittu Haukum harða keppni í leiknum og m.a. munaði aðeins einu marki á liðunum að loknum fyrri hálfleik, 16:15.

Þegar á leið tókst Haukum að ná góðu forskoti og vinna leikinn örugglega. ÍR er næst neðst í deildinni með sex stig eftir 18 leiki.

Að vanda voru Maria Pereira og Ramune Pekarskyte aðsópsmiklar í liði Hauka. Þær skoruðu samtals 19 mörk. Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir var atkvæðamest hjá ÍR.

Haukar – ÍR 35:28 (16:15)

Mörk Hauka: Marúa Pereira 10, Ramune Pekarskyte 9, Karen Helga Díönudóttir 7, Ragnheiður Sveinsdóttir 3, Sigríður Jónsdóttir 2, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1, Agnes Ósk Egilsdóttir 1, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 1, Vilborg Pétursdóttir 1.
Mörk ÍR: Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir 8, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 5, Jóhann Björk Viktorsdóttir 4, Karen Tinna Demian 4, Petra Waage 3, Þorbjörg Anna Steinarsdóttir 2, Hildur María Leifsdóttir 1, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert