Stjarnan: Tvær sterkar í hverrri stöðu

Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunnar, mundar skothendina.
Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunnar, mundar skothendina. mbl.is/Eva Björk

 „Við erum með meiri breidd í leik­manna­hópn­um í ár en í fyrra að mínu mati. Við miss­um Flor­ent­inu [Stanciu] og hún skil­ur að sjálf­sögðu eft­ir sig stórt skarð. Við höf­um hins veg­ar fengið til liðs við okk­ur Haf­dísi [Lilju Torfa­dótt­ur] úr Fram og erum enn með Heiðu [Ing­ólfs­dótt­ur] í okk­ar röðum þannig að við erum í fín­um mál­um hvað mark­menn varðar. Síðan erum við búin að styrkja okk­ur í þær stöður þar sem það vantaði breidd á síðustu leiktíð. Við erum með tvo sterka leik­menn í hverri ein­ustu stöðu,“ sagði Sól­veig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunnar spurð um leikmannahópinn fyrir átökin í Olís-deild kvenna í handknattleik.

„Þetta verður lang­ur og strang­ur vet­ur og við verðum að vera klár­ar í bar­átt­una strax í fyrsta leik um helg­ina. Und­ir­bún­ing­ur­inn hef­ur gengið rosa­lega vel. Við fór­um í góða æf­inga­ferð til Spán­ar og þar náðum við að þétta hóp­inn, koma nýj­um leik­mönn­um inn í kerf­in okk­ar og stilla sam­an strengi. Við erum að mínu mati komn­ar lengra í und­ir­bún­ingn­um en á sama tíma í fyrra sem er já­kvætt,“ sagði Sól­veig Lára enn frem­ur um það hvar Stjörnuliðið er statt á þess­um tíma­punkti. 

„Við gerðum vel að mínu mati á síðustu leiktíð að koma okk­ur í úr­slita­ein­vígið, en okk­ur lang­ar að stíga einu skrefi lengra í ár og taka titil­inn að þessi sinni,“ sagði Sólveig Lára Kjærnested, fyrirliði Stjörnunnar.

Stjarn­an mæt­ir ríkj­andi deild­ar­meist­ur­um, Hauk­um, í fyrstu um­ferð Olís­deild­ar kvenna í hand­knatt­leik í TM höll­inni í dag. Flautað verður til leiks klukkan 13.30. Á sama tíma hefst viðureign ÍBV og Íslandsmeistara Gróttu í Vestmannaeyjum. Klukkan 14 leiða Selfoss og Fram saman hesta sína á Selfoss. Fjórði leikur fyrstu umferðar fer fram á mánudaginn í Valshöllinni þegar Fylkir sækir Val heim klukkan 19.30.

Lið Stjörnunnar leiktíðina 2016-2017 í Olís-deild kvenna:

Hafdís Lilja Torfadóttir, markvörður

Heiða Ingólfsdóttir , markvörður

Ástríður Viðarsdóttir, markvörður 

Aðalheiður Hreinsdóttir, vinstra horn

Stefanía Theodórsdóttir, vinstra horn

Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir, skytta vinstra megin

Helena Rut Örvarsdóttir, skytta vinstra megin

Nataly Sæunn Valencia , skytta vinstra megin

Þorgerður Anna Atladóttir , skytta vinstra megin 

Esther Viktoría Ragnarsdóttir, miðjumaður

Kristín Viðarsdóttir, miðjumaður

Rakel Dögg Bragadóttir, miðjumaður

Sólveig Lára Kjærnested, skytta hægra megin

Hanna Guðrún Stefánsdóttir, hægra horn

Ragnheiður Tómasdóttir, hægra horn

Elena Birgisdóttir, línumaður

Þórhildur Gunnarsdóttir, línumaður

Anita Theodórsdóttir, línumaður

Arna Björk Almarsdóttir, línumaður

Andrea Valdimarsdóttir, línumaður/horn. 

Þjálfari: Halldór Harri Kristjánsson

Komn­ar frá síðasta keppn­is­tíma­bili:

Aðalheiður Hreinsdóttir , frá Val

Þorgerður Anna Atladóttir, frá Leipzig í Þýskalandi

Elena Birgisdóttir kemur, frá Selfossi

Hafdís Lilja Torfadóttir, frá Fram

Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir,  að láni frá ÍR

Farn­ar eft­ir síðasta keppn­is­tíma­bil:

Florentina Stanciu, til Rúmeníu

Arna Dýrfjörð, náms í Danmörku

Kolbrún Gígja Einarsdóttir, til KA/Þór

Guðrún Erla Bjarnadóttir, til Hauka

Sandra Rakocevic, til Svartfjallalands

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert