„Gaman að vinna fyrsta titilinn“

Hildur Þorgeirsdóttir.
Hildur Þorgeirsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

„Við vorum staðráðnar í að svara fyrir skelfilega frammistöðu í síðasta leik og vinna titilinn hér á heimavelli,“ sagði Hildur Þorgeirsdóttir, leikmaður Fram, við mbl.is eftir að Fram tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Olís-deild kvenna í handknattleik eftir sigur á Stjörnunni í fjórða úrslitaleiknum sem fram fór í Safamýri í kvöld.

Hildur átti mjög góðan leik, skoraði 7 mörk og hún var að fagna sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli á ferlinum.

„Vörnin og markvarsla hefur skilað okkur góðu allt tímabilið og það kom berlega í ljós í kvöld. Vörn og markvarsla vinna leiki og titla. Það var mjög sárt að tapa deildarmeistaratitlinum og það kom ekkert annað til greina að vinna stóra titilinn og það tókst.

Til að gera þetta enn ánægjulegra þá er þetta minn fyrsti Íslandsmeistaratitill og honum ætla ég að fagna vel og innilega,“ sagði Hildur Þorgeirsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert