Topplið HK lagði ÍR

Elva Arinbjarnar átti góðan leik fyrir toppliðið.
Elva Arinbjarnar átti góðan leik fyrir toppliðið. Ljósmynd/Heimasíða HK

Topplið HK er enn með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir í 1. deild kvenna í handbolta, Grill 66 deildinni, eftir 28:25-sigur á ÍR á heimavelli sínum í kvöld. 

Elva Arinbjarnar átti góðan leik í liði HK og skoraði átta mörk og Ana Blagojevic skoraði fimm. Sólveig Lára Kristjánsdóttir var markahæst í liði ÍR með sjö mörk. ÍR hefur unnið tvo og tapað tveimur leikjum til þessa. 

FH hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum eftir 20:15-sigur á Aftureldingu í Hafnarfirði. Fanney Þórsdóttir skoraði sex mörk fyrir FH og var markahæst og Þóra María Sigurjónsdóttir skoraði fjögur fyrir Aftureldingu. Afturelding hefur unnið einn og tapað tveimur leikjum til þessa. 

Mörk HK: Elva Arinbjarnar 8, Ana Blagojevic 5, Tinna Sól Björgvinsdóttir 4, Sigríður Hauksdóttir 4, Sóley Ívarsdóttir 3, Berglind Þorsteinsdóttir 2, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 2

Mörk ÍR: Sólveig Lára Kristjánsdóttir 7, Silja Ísberg 4, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 4, Karen Tinna Demian 3, Sara Kristjánsdóttir 3, Hildur Marín Andrésdóttir 2, Karen Ósk Kolbeinsdóttir 1, Margrét Valdimarsdóttir 1

Mörk FH: Fanney Þóra Þórsdóttir 6, Ingibjörg Pálmadóttir 4, Arndís Sara Þórsdóttir 3, Sylvía Björt Blöndal 3, Diljá Sigurðardóttir 2, Embla Jónsdóttir 2

Mörk Aftureldingar: Þóra María Sigurjónsdóttir 4, Hildur Karen Jóhannsdóttir 3, Sara Lind Stefánsdóttir 2, Sigrún Birna Jóhannsdóttir 2, Telma Rut Frímannsdóttir 2, Rakel Dóra Sigurðardóttir 1, Ragnhildur Hjartardóttir 1

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert