Bjarki og félagar deildarmeistarar

Bjarki Már Elísson er ungverskur deildarmeistari.
Bjarki Már Elísson er ungverskur deildarmeistari. mbl.is/Brynjólfur Löve

Stórliðið Veszprém tryggði sér í kvöld deildarmeistaratitil karla í ungverska handboltanum með sannfærandi 36:27-sigri á Szeged á heimavelli í einvígi toppliðanna.

Veszprém er nú með 48 stig, átta stigum meira en Szeged. Szeged á þrjá leiki eftir og Veszprém tvo.

Bjarki Már Elísson átti fínan leik fyrir Veszprém og skoraði fjögur mörk úr fimm skotum.

Fram undan hjá liðinu eru átta liða úrslit Meistaradeildarinnar, þar sem liðið mætir Aalborg frá Danmörku, og bikarundanúrslitaleikur gegn Dabas 18. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert