Chiellini: Bannið er of þungt

Giorgio Chiellini sýnir bitfarið.
Giorgio Chiellini sýnir bitfarið. AFP

Giorgio Chiellini, ítalski varnarmaðurinn sem varð fyrir biti Luis Suárez í leiknum við Úrúgvæ í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu í vikunni, segir að bannið sem Úrúgvæinn fékk hjá FIFA í gær væri alltof þungt.

Suárez var þá úrskurðaður í níu leikja bann með landsliði Úrúgvæ og í  fjögurra mánaða bann frá öllum afskiptum af fótbolta.

„Ég hef alltaf fallist á úrskurði sem slíka, sem kveðnir eru upp af málsmetandi aðilum. En ég tel að þetta sé alltof þungur dómur. Ég gleðst ekki yfir þessu og er hvorki reiður Suárez né í hefndarhug gagnvart honum. Ég er aðeins svekktur og sár yfir úrslitum leiksins.

Núna hugsa ég bara til Luis og fjölskyldu hans því þau eiga mjög erfiða tíma fyrir höndum," skrifaði Chiellini á vefsíðu sína í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert