Svona hegðun gengur ekki

Jerome Valcke, framkvæmdastjóri Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA,
Jerome Valcke, framkvæmdastjóri Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, AFP

Jerome Valcke, framkvæmdastjóri Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, segir að Luis Suarez verði að leita sér hjálpar.

Valcke sagði einnig á fréttamannafundi í Brasilíu að fyrri bit hans á vellinum hefðu verið tekinn með í reikninginn þegar Suarez var dæmdur í hið langa bann.

„Ef þetta gerist einu sinni er það bara einangrað atvik. En endurtekin bit - þá verður að grípa inní.
Það voru hundruð milljóna manna að horfa út um allan heim og svona er ekki eitthvað sem við viljum að ungir iðkendur horfi á, hvar sem þeir búa.“

Valcke sagði að hann vonaðist eftir því að Suarez myndi leita sér hjálpar. „Ég veit ekki hvort slík meðferð er til en það er ljóst að hann þarf að gera eitthvað í sínum málum - því svona hegðun gengur ekki.“

Luis Suarez er farinn heim frá Brasilíu.
Luis Suarez er farinn heim frá Brasilíu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert