Slóvenar slgóu Makedóna út

Vel tekið á því í leik Slóvena og Makedóna
Vel tekið á því í leik Slóvena og Makedóna AFP

Slóvenar unnu Makedóníu 30:28 í 16 liða úrslitum HM í handbolta í dag og eru þar með komnir í 8-liða úrslitin og mæta þar Frökkum eða Argentínu.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is

60. mín 30:28 Slóvenar héltu þetta út og eru komnir áfram. Dragan Gajic gerði 9 mörk fyrir Slóveníu en hjá Makedóníu var Kiri Lazarov með 7 mörk.

51. mín 27:24 Slóvenar virðast í góðum málum því nú eru níu mínútur eftir og þeir með þriggja marka forystu

45. mín 25:22 Slóvenar ná tveimurmörkum í röð, 24;21.

42. mín. 22:21 Leikhléið gekk vel hjá Makedónum sem gerðu tvö mörk í röð og eru enn inni í leiknum.

37. mín 21:18 Slóvenar virðast vera að ná tökumá leiknum og eru þremur mörkum yfir og Makedónar taka leikhlé.

16:15 16:15 Hálfleikur. Búið að vera jafnt svo til á öllum tölum nema hvað Slóvenkar komust í 11:9, og 13:10 en Makedónar jöfnuðu 13:13 og síðan hefur allt verið í járnum.

15:45 7:7 Makedónar komust marki yfir en Slóvenar jöfnuðu jafnharðan.

15:40 5:4 Allt í járnum og mikið fjör. Skof, markvörður Slóvena, varði víti frá Kiri Lazarov.

15:32 2:1 Slóvenar yfir og Makedónar einum færri því þeir misstu mann af velli eftir aðeins 1 mínútu og 52 sekúndur.

15:30 Leikurinn er hafinn.

Slóvenar urðu í öðru sæti í B-riðli með 8 stig, töpuðu bara fyrir Króatíu. Slóvenar urðu hins vegar í þriðja sæti A-riðils með 6 stig unnu þrjá leiki en töpuðu fyrir Katar og Spáni. Sigurvegarinn í þessum leik mætir sigurvegaranum úr leik Frakklands og Argentínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert