Danir náðu fimmta sætinu

Mikkel Hansen er hér að skora eitt af átta mörkum …
Mikkel Hansen er hér að skora eitt af átta mörkum sínum. EPA

Danir, undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, voru að tryggja sér 5. sætið á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Katar.

Danir höfðu undirtökin allan tímann. Þeir voru fjórum mörkum yfir eftir fyrri hálfleikinn, 15:11, og þeir héldu fengnum hlut í síðari hálfleiknum.

Mikkel Hansen var markahæstur í liði Dana með 8 mörk, Lars Christiansen skoraði 6 og Hans Óttar Lindberg 4. Domago Dujvnjak, Luka Stephancic og Ivan Sliskovcic voru með  4 mörk hver fyrir Króata.

Fimmta sætið er slakasti árangur Dana á heimsmeistaramóti í tíu ár en strákarnir hans Guðmundar Guðmundssonar töpuðu aðeins einum leik á mótinu. Það var gegn Spánverjum í átta liða úrslitum keppninnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert