„Íslendingurinn“ bestur á HM

Hans Óttar Lindberg.
Hans Óttar Lindberg. EPA

„Íslendingurinn“ Hans Óttar Lindberg var besti leikmaður Dana á heimsmeistaramótinu í handknattleik að mati sérfræðings danska ríkisútvarpsins, DR.

Søren Herskind, handboltasérfræðingur DR, mat frammistöðu leikmanna danska landsliðsins í leikjunum níu sem Danir léku á HM og gaf þeim einkunnir á bilinu 1-6.

Hans Óttar varð efstur í einkunnagjöfinni en meðaleinkunn hans var 4,125. Næstir komu Lasse Svan og Mikkel Hansen sem fengu báðir 4.

Meðaleinkunn Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara var 3,444 en undir stjórn hans hafnaði danska liðið í fimmta sæti á heimsmeistaramótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert