Wade: Liðið verður ekki eins án LeBron

Dwyane Wade.
Dwyane Wade. STREETER LECKA

Körfuboltamaður Miami Heat, Dwyane Wade sagðist hafa séð það á líkamstjáningu LeBron James að hann væri að yfirgefa liðið eftir fjögurra ára veru hjá hjá Miami. LeBron fór eins og kunnugt er til Cleveland fyrr í sumar.

„Já, ég fór að sofa vitandi það að hann væri að fara. Hann hringdi í mig daginn eftir, en ég vissi það þá. Hann átti þá enn eftir að gefa lokasvar, en ég vissi það, ég sá það á honum,“ sagði Wade.

Það mun mikið mæða á þeim Wade og Chris Bosh, leikmanni Heat ætli þeir sér að koma liðinu í úrslitaeinvígið fimmta árið í röð. Þrátt fyrir vonbrigði, studdi Wade félaga sinn í þessu.

„Sem vinur þá studdi ég við hann. Eins ruglað og það hljómar. Ég styð við þær ákvarðanir sem gleðja vini mína. Maður verður að gera það það sem veitir manni ánægju,“ sagði Wade.

„Sumarið var öðruvísi hjá okkur. Það er ekkert leyndarmál. Liðið verður ekki eins og það var síðustu fjögur ár vegna brotthvarfs Lebrontil Cleveland,“ sagði Wade.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert