Veikleikar verða að styrk

Hlynur Bæringsson verður í eldlínunni gegn Bretum í kvöld.
Hlynur Bæringsson verður í eldlínunni gegn Bretum í kvöld. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

„Ég viðurkenni það alveg að ég er mjög spenntur og ég hlakka meira til þessa leiks en einhvers annars, ég ætla ekki að fela það neitt,“ sagði Hlynur Bæringsson þegar blaðamaður tók hann tali eftir æfingu körfuboltalandsliðsins í Koparkassanum í Lundúnum í gærkvöldi.

Framundan er stærsti leikur landsliðsins þegar það mætir Bretum í kvöld í undankeppni Evrópukeppninnar. Sigur mundi nánast gulltryggja sæti í lokakeppninni í fyrsta sinn í sögunni og enn gefa möguleika á efsta sætinu. Það er því gríðarlega mikið í húfi, en hvernig mun ganga að beisla spennustigið fyrir leikinn?

„Það er svolítið hærra núna. Ég held það gæti verið erfitt kannski fyrstu mínúturnar þar sem við gætum átt í vandræðum, en ég held að þetta hjálpi okkur. Maður er spenntur af því maður vill þetta mikið, og ef viljinn er mikill þá mun það hjálpa manni þegar líður á leikinn þó byrjunin gæti verið erfið,“ sagði Hlynur, en honum leist vel á aðstæður í keppnishöllinni.

Leikur Breta og Íslendinga hefst klukkan 18 að íslenskum tíma og verður leikurinn í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert