Atlanta tryggði heimaleikjaréttinn

Paul Millsap treður með tilþrifum fyrir Atlanta gegn Miami í …
Paul Millsap treður með tilþrifum fyrir Atlanta gegn Miami í nótt. AFP

Atlanta Hawks tryggði sér í nótt heimaleikjaréttinn fyrir úrslitakeppni Austurdeildar NBA-körfuboltans eftir sigur á Miami Heat í nótt, 99:86. Liðið er þegar búið að tryggja sér sigur í sínum riðli.

DeMarre Carroll skoraði 24 stig, þar af 19 í fyrri hálfleik, og var þetta annar sigur Haukanna í röð eftir þrjá tapleiki þar á undan. Dwayne Wade sneri aftur eftir meiðsli og skoraði 13 stig fyrir Miami, sem er í sjöunda sæti Austurdeilar.

Boston lagði New York Knicks í spennuleik, 96:92 og er einnig í baráttunni um áttunda sætið, það síðasta sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni, en Brroklyn Nets, Indiana Pacers og Charlotte Hornets eru öll með í baráttunni.

Ef við lítum til vesturs þá fór Stephen Curry fyrir liði Golden State Warriors og skoraði 38 stig þegar liðið lagði Memphis Grizzlies, 107:84. Öll úrslit næturinnar má sjá hér að neðan.

Charlotte Hornets - Washington Wizards 107:110
Miami Heat - Atlanta Hawks 86:99
Cleveland Cavaliers - Brooklyn Nets 98:106
Boston Celtics - New York Knicks 96:92
Los Angeles Lakers - Toronto Raptors 83:94
Minnesota Timberwolves - Houston Rockets 110:120
Golden State Warriors - Memphis Grizzlies 107:84
Sacramento Kings - New Orleans Pelicans 88:102
Dallas Mavericks - San Antonio Spurs 76:94
Utah Jazz - Denver Nuggets 91:107
Portland Trail Blazers - Phoenix Suns 87:81

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert