Meisturum skellt á heimavelli

Kawhi Leonard hjá Spurs reynir að komast framhjá Matt Barnes …
Kawhi Leonard hjá Spurs reynir að komast framhjá Matt Barnes hjá Clippers í leiknum í kvöld. AFP

NBA-meistararnir San Antonio Spurs fóru illa að ráði sínu á heimavelli í kvöld þegar þeir töpuðu fyrir Los Angeles Clippers, 105:114, í fjórða leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Vesturdeild NBA í körfubolta.

Spurs átti þarna möguleika á að komast í 3:1 en í staðinn jafnaði Clippers metin í 2:2 og náði þar með aftur til sín heimaleikjaréttinum en Clippers fær oddaleikinn á heimavelli ef til þess kemur.

Chris Paul skoraði 34 stig fyrir Clippers og Blake Griffin skoraði 20 stig og tók 19 fráköst. Kawhi Leonard skoraði 26 stig fyrir Spurs og Tim Duncan var með 22 stig og 14 frákösst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert